Smit í Salaskóla, 1. – 4. bekkur heima á morgun, föstudag 9. október

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1. – 4. bekk í Salaskóla

Okkur þykir leitt að tilkynna að upp hefur komið COVID-19 smit hjá starfsmanni í umhverfi barnsins þíns. Til að gæta fyllsta öryggis og varúðar ertu vinsamlega beðin/n að hafa barn þitt heima í úrvinnslusóttkví (allt að tveir dagar) á meðan unnið er að frekari smitrakningu í skólanum. Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.

Ef ungt barn er sett í sóttkví er nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu, aðrir heimilismeðlimir þurfa ekki að fara í sóttkví nema að annað sé tekið fram.

Þið getið að sjálfsögðu leitað til okkar ef eitthvað er óljóst eða viljið koma einhverju á framfæri.

Skólahald er að mestu með eðlilegum hætti í 5. – 10. bekk á morgun, föstudag.

Birt í flokknum Fréttir.