eirikogpallijpg.jpg

Íslandsmót í skólaskák

eirikogpallijpg.jpg Íslandsmótið í skólaskák 2010 er hafið. Fulltrúar Salaskóla og Kópavogs eru félagarnir Páll Andrason og Eiríkur Örn Brynjarsson. Eftir tvær umferðir leiðir Kjördæmismeistarinn Páll Andrason mótið ásamt tveimur öðrum. Eiríkur Örn hefur einnig blandað sér í toppbaráttuna. 
Sjá nánar á http://www.skak.blog.is/blog/skak/ 
En þar er hægt að fylgjast með úrslitum úr einstaka viðureignum. Áhorfendur geta einnig mætt á keppnisstað sem er hús Skáksambands Íslands að Faxefeni 12 Rvk. Teflt verður dagana 6. – 9. mai. Á þessu móti eru mættir meistarar úr 8 kjördæmum þannig að hér eru þeir bestu af þeim bestu úr hverjum landshluta. Það er einstakur heiður á komast í keppni á landsmóti og hafa nokkrir nemendur úr Salaskóla náð þeim árangri síðustu árin. Patrekur nokkur Magnússon sigraði þar í fyrra og einnig í hitteðfyrra.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .