vorsklinn_6.05._003.jpg

Gaman í vorskóla

vorsklinn_6.05._003.jpgÞessa dagana er vorskóli Salakóla í gangi fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Fyrsti dagurinn var í gær en þá mættu nemendurnir í skólann ásamt foreldrum sínum og hittu kennarana og væntanlega bekkjarfélaga.

vorsklinn_6.05._006.jpgMeðan foreldrarnir skutust á fund með skólastjórnendum fóru krakkarnir inn í skólastofu og leystu verkefni og fengu hressingu á eftir. Öll stóðu þau sig með mikilli prýði og við hlökkum til að hitta þennan föngulega hóp aftur í dag sem er síðari dagur vorskólans. 

Birt í flokknum Fréttir.