Mat á skólastarfi

Salaskóli hefur komið sér upp sínu eigin sjálfsmatskerfi. Það hefur mótast smátt og smátt og er nú orðið býsna víðtækt. Unnið er skv. matsáætlun og á þriggja ára fresti kemur út ítarleg matsskýrsla sem byggir á matsvinnu síðustu ára.

Könnun á líðan og viðhorfum nemenda í 6. – 10. bekk nokkrum sinnum yfir skólaárið og er það Skólapúlsinn sem gerir þá könnun. Þar fáum við mikilvægan samanburð við aðra sambærilega skóla á landinu. Á hverju vori höfum við lagt viðhorfakönnun fyrir foreldra en Skólapúlsinn hefur nú tekið yfir það verkefni fyrir okkur, jafnframt því sem hann kannar viðhorf starfsmanna skólans.  Þegar foreldrar mæta í morgunkaffi hjá stjórnendum fylla þeir út könnun þar sem spurt er um góða þætti í starfi Salaskóla og eitthvað sem má bæta. Auk þess eru óreglulega lagðar kannanir fyrir nemendur, foreldra eða starfsmenn varðandi ýmsa þætti skólastarfsins.

Þá höfum við smátt og smátt verið að þróa aðkomu nemenda að mati á skólastarfinu. Við höfum haldið með þeim kaffihúsafundi, þar sem þeir draga fram það sem gott er við skólann, það sem má bæta og hvernig má bæta það. Einnig er verkefni í þjóðfélagsfræði í 10. bekk orðið fastur liður en þá búa 10. bekkingar til stjórnmálaflokka sem bjóða fram til kosninga og þar eru skólamálin viðfangsefni. Framboðsfundur er haldinn þar sem þeir kynna stefnu sína og umbótamál og allir nemendur í 8. – 10. bekk kjósa svo þann flokk sem þeim lýst best á. Þeir sem flest atkvæði fá funda svo með stjórnendum og skólaráði og kynna áherslu mál sín. Þetta hefur nýst afar vel í umbótastarfi í skólanum.

Umbætur í skólastarfinu sem unnið verður að í vetur snúa einkum að skólanámskrá og innleiðingu nýrrar Aðalnámskrá grunnskóla. Þá er unnið að umbótum á eineltisáætlun skólans með því að gera hana sýnilegri nemendum og foreldrum, auka símenntun starfsfólks og skrá öll mál á markvissari hátt en verið hefur. Einnig er unnið að umbótum á námsmati skólans og nýtingu á mentor sem samskiptatæki við foreldra. Þá er verið að stórefla lestrar- og lesskilningskennslu á öllum aldursstigum og þróa kennslu í upplýsingatækni.

 

Mat á skólastarfi í Salaskóla er hægt að nálgast í eftirfarandi skjölum:

VIÐHORF FORELDRA:
Viðhorf foreldra á á skólastarfi Salaskóla – könnun gerð 2008

Morgunkaffi með foreldrum 2008

Viðhorf foreldra til skólans og skólastarfsins – könnun gerð að vori 2009

Viðhorf foreldra til skólastarfsins 2011

Viðhorf foreldra til skólastarfsins 2011

SJÁLFSMAT:

Sjálfsmatsskýrsla 2007-2009

Sjálfsmatsskýrsla 2011

Sjálfsmatsskýrsla 2013

SKÓLAPÚLSINN: NEMENDUR OG FORELDRAR

Skólapúlsinn nemendur 2009 – 2010

Skólapúlsinn 2010-2011

Skólapúlsinn 2011-2012

Skólapúlsinn 2012-2013

Skólapúlsinn – foreldrakönnun 2013

Skólapúlsinn – nemendakönnun 2014

Skólapúlsinn – starfsmannakönnun 2014

Skólapúlsinn – foreldrakönnun 2015

Skólapúlsinn – starfsmannakönnun 2016

Skólapúlsinn – nemendakönnun 2016

Skólapúlsinn – foreldrakönnun 2017

YTRA MAT Á SALASKÓLA

Skýrsla um ytra mat á Salaskóla 2014

Umtótaáætlun vegna ytra mats 2015

SAMRÆMD PRÓF

Skýrsla um samræmd próf 2013