Skipulagsdagur 14. mars – dægradvölin lokuð

Þriðjudaginn 14. mars er skipulagsdagur í Salaskóla. Við vekjum sérstaka athygli á að dægradvölin er lokuð þennan dag, en starfsfólk dægradvalar fær tvo daga á starfstíma skóla til að vinna að skipulagi starfsins.

Þennan dag munum við vinna að skipulagningu næstu mánaða. Sérstök áhersla verður á tilhögun námsmats í vor. Við munum einnig skoða niðurstöður kannana og huga að viðbrögðum við þeim.

Birt í flokknum Fréttir.