fjlgr.leikar_2011_fyrri_dagur_082

Skemmtilegur dagur á enda

fjlgr.leikar_2011_fyrri_dagur_082
Nú er fyrri dagur fjölgreindaleika á enda. Nemendur fóru heim afar sáttir að því er virtist. Tveir ungir nemendur í 2. bekk hittu Stínu-Línu á leiðinni út úr skólanum og sögðust „… hlakka svo svakalega til“ að koma í skólann á morgun, þá ættu þær að vera á stöðvunum í íþróttahúsinu. Þar fá þær Hrafnkatla og Hekla m.a. að fara í handbolta, körfubolta, limbó, kaðlaklifur, hoppa á trampólíni, húlla húlla, þekkja fána og spreyta sig á fiitness þraut. Góður dagur er á enda runninn.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .