Skemmtilegur aðalfundur foreldrafélagsins

Foreldrafélagið hélt aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 18. október. Á fundinum var stjórnakjör og nú eru í stjórn félagsins þau Kristinn Ingvarsson, Bjarni Ellertsson, Helgi Mar Bjarnason, Rósa Lárusdóttir og Sandra Ösp Gylfadóttir. Varamenn eru Hjörtur Gunnlaugsson og Helga Jónsdóttir. Helga og Bryndís Baldvinsdóttir eru fulltrúar foreldra í skólaráði Salaskóla.

Að loknum venjulegum aðalfundastörfum mætti Ebba Guðný Guðmundsdóttir matarbloggari á fundinn og hélt stórskemmtilegan fyrirlestur um mataræði barna, unglinga og fullorðinna. Fundarmenn sem voru því miður ekki fleiri en 27 höfðu af þessu mikið gagn og gaman og eflaust búnir að taka svolítið til í eigin mataræði í kjölfarið.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .