Skemmtilegar eðlisfræðitilraunir


Nýlega voru níundubekkingarnir, krummarnir, að gera tilraunir í eðlisfræði með því að yfirvinna þyngdarafl jarðar. Með gosflöskum fylltum af vatni og þurrís tókst að skjóta 2 lítra flösku 2x hærra en Salaskóli það eru ca 14 metra upp í himininn. Þegar gosflaskan var orðin tóm var hún komin á efstu stöðu og hrundi síðan aftur til jarðar. Verst að einhverjar vatnsrakettur eru uppá þaki og við þorum ekki að sækja þær við erum svo lofthrædd.  Hér eru fleiri skemmtilegar myndir frá tilrauninni.

Birt í flokknum Fréttir.