Himbrimar meistarar


Bekkjarmeistaramót Salaskóla í skák fór fram í dag, föstudag og urðu úrslitin á þann veg að Himbrimar sigruðu með flesta vinninga. Efstu lið voru Himbrimar 8. b. með 16,5 vinninga, Krummar 9. b.  með 16 vinninga og Súlur 6. b. með 13,5 vinning. Í liði Himbrima voru Eyþór Trausti (1b), Baldur Búi (2b) og Aron Ingi (3b). 

  

Í upphafi þessa móts tefldu ca. 100 krakkar í þremur forkeppnum. Lokamótið var síðan skipað þeim bestu af þeim bestu og eru því Himbrimar sannkallaðir meistarar í ár.

Birt í flokknum Fréttir.