reykjafara

Sjöundubekkingar á Reykjum þessa vikuna

reykjafara
Eftirfarandi fréttir bárust frá Reykjum í dag þar sem sjöundubekkingar dvelja um vikutíma: „Reykjafararnir komu í skólabúðirnar á hádegi í gær og gekk ferðalagið vel. Krakkarnir una sér nú við leik og störf í Reykjaskóla og standa sig og skemmta sér frábærlega“.

Skólabúðirnar á Reykjum hafa mörg markmið að leiðarljósi í sínu starfi og leggja m.a. áherslu á að  að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið, auka athyglisgáfu þeirra og þroska sjálfstæði. Þetta er 25. árið sem búðirnar starfa. Við óskum sjöundubekkingunum okkar góðs gengis í starfinu á Reykjum.  Heimasíða Reykjaskóla


Birt í flokknum Fréttir.