Salaskóli lokaður / Salaskóli closed

English below
 
Í samræmi við ákvörðun yfirvalda er Salaskóli lokaður frá og með deginum í dag og til 31. mars. Engin starfsemi er í skólanum. Félagsmiðstöð og dægradvöl einnig lokuð. 1. apríl er svo skírdagur og næsti skóladagur er því þriðjudaginn 6. apríl. Það liggur ekki fyrir hvernig skólahaldi verður háttað eftir páska en við sendum upplýsingar um það til ykkar þegar þær liggja fyrir.
 
Það eru því í raun allir komnir í páskafrí og rétt er að vekja athygli á að ekki er hægt að koma í skólann og sækja kennslugögn.
 
Hins vegar verður skólinn opinn frá kl. 10 – 12 í fyrramálið fyrir þá sem þurfa að ná í fatnað sem hefur gleymst í skólanum. Þeir sem þess þurfa verða að gæta fyllstu sóttvarna, vera með grímu og passa fjarlægðarmörk, 2 metra.
 
Eins og kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í morgun gilda takmarkanir líka fyrir börnin og þau mega því ekki vera nema 10 saman. Það gildir líka heima og í útileikjum. Smit hafa verið að koma upp hjá börnum og því betur sem okkur tekst að hlýða sóttvarnarreglum því fyrr verður slakað á. Börnin þurfa að hafa ákveðinn hóp sem þau umgangast núna næstu daga.
 
Þetta er erfitt fyrir okkur öll og þess vegna er nauðsynlegt að slaka svolítið á. Við höfum getað notið þess í næstum allan vetur að hafa nánast óskert skólastarf og það er stórkostlegt. Sjálfsagt að börnin lesi og leiki sér og það er allt í lagi að vera líka í tölvuleikjum. Svo er líka í fínu lagi að láta sér leiðast smá. En ef þið viljið að þau geri eitthvað meira bendum við t.d. á þessa síðu https://www.smore.com/zw5k
 
Við viljum svo að lokum minna ykkur á að ef að börnin ykkar eru með einhver einkenni þá á að fara með þau í skimun. Veiran er að stinga sér niður meðal barnanna þessa dagana. Látið okkur vita ef upp kemur Covid smit.
 
En hafið það annars gott og við höldum ykkur upplýstum
 
Dear parents and guardians
 
In accordance with the authorities decision, Salaskóli is now closed until the 31st of March. There
will be no activity in school. The youth centre and after school centre are also closed. The 1st of April
is Holy Thursday and next schoolday is Tuesday the 6th of April. At the moment it is not clear how
school will be operating after Easter but we will inform you as soon as we know.
Everyone here in school have now begun their Easter break and it is worth mentioning that it is not
possible to come to school to pick up schoolbooks.
However, the building will be open from 10 to 12 tomorrow morning for those who need to pick up
clothes that was forgotten at school. Those who need to come must take care of the fullest disease
control, wear a mask and keep the tvo meters distance.
As stated at the Civil Defense information meeting this morning, the restrictions now also apply to
children. Maximum number of children in a group is now 10. That also applies at home and when
playing outdoors. Quite a few infections have now been diagnosed in children and the better we
manage to obey the infection prevention rules, the sooner we can relax.
This is hard on all of us and therefore it´s necessary to try and relax. We have been fortunate enough
almost all winter to maintain almost uninterrupted work here at school and that is amazing.
Urge your children to read and play but videogames are also ok. There is also nothing wrong with
getting bored from time to time. If you would like your children to do something more we suggest
this website: https://www.smore.com/zw5k
Finally, we want to remind you to have your children tested for Covid19 if the show any signs of cold
or flu-like symptoms. The virus is spreading among children these days.
Please let us now if Covid infection occurs.
Stay safe and we will keep you informed.
Birt í flokknum Fréttir.