Páskabingó foreldrafélagsins 2. apríl

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið þriðjudaginn 2. apríl og verður eins og undanfarin ár þrískipt:
1.-3. bekkur kl. 17-18:15
4.-7. bekkur kl. 18:45-20
8.-10. bekkur kl. 20:30-21:45
 
Öllum er frjálst að mæta á þeim tíma sem hentar best og hvetjum við fjölskyldur til að koma saman og eiga skemmtilega stund.
Bingóspjaldið kostar 500 kr. og greiða þarf með peningum þar sem það er ekki posi á svæðinu. Allir sem vinna fá páskaegg og annan glaðning.
 
10. bekkur annast veitingasölu og verða með ýmislegt girnilegt í boði. Ath. að greiða þarf með pening í sjoppunni.
 
Við hvetjum fólk til að mæta tímanlega til að kaupa bingóspjöld og góðgæti í sjoppunni þar sem það verður ekki tekið hlé í bingóunum.
Birt í flokknum Fréttir.