Óveður í dag, 7. desember

Þegar líður á daginn í dag, 7. desember, er gert ráð fyrir afleitu veðri á höfuðborgarsvæðinu með ofsaroki og úrkomu og líklega bandbrjáluðum byl. Salaskóli biður foreldra að gera ráð fyrir að sækja börn sín í skólann fljótlega eftir hádegi og frekar fyrr en seinna. Það er líklegt að það verði umferðaröngþveiti þegar líður á daginn og allir að reyna að komast heim fyrir kl. 17. Við verðum að gera ráð fyrir að búið verði að tæma skólann í allra síðasta lagi kl. 16 þannig að starfsfólk komist til síns heima. Annars sendum við nánari upplýsingar í dag undir stjórn Almannavarna. Munum bara að vera skynsöm og yfirveguð – það er betra en sitja fastur í umferðaröngþveiti og stórhríð.

Birt í flokknum Fréttir.