Norræna skólahlaupið fór fram á dögunum hér í skólanum. Allir nemendur skólans hlupu í tilefni þess – hver og einn hljóp í samræmi við eigin getu. Allir stóðu sig með mestu prýði og hlupu sem mest þeir máttu. Þeir bekkir sem stóðu sig einstaklega vel og eftir var tekið voru maríuerlur og fálkarnir. En sá nemandi sem hljóp lengst allra í skólanum, alls 7,3 km., var Arnaldur í fálkum.
Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Auk þess að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.