Niðurstöður í samræmdum prófum í 4. og 7. bekk

Nemendur hafa nú fengið niðurstöður samræmdu prófanna í 4. og 7. bekk í hendur. Niðurstöður Salaskóla í 7. bekk voru ákaflega ánægjulegar og nemendur hafa tekið mjög miklum framförum almennt frá því í 4. bekk. Sérstaklega var útkoman í stærðfræði góð en þar er meðaltal skólans 8,0 sem er langt yfir landsmeðaltali en það var 6,9. Í íslensku var meðaltal skólans 6,7, örlítið yfir landsmeðaltali sem var 6,6.

Í 4. bekk var meðaltal skólans 6 í íslensku, rétt undir landsmeðaltalinu sem var 6,1. Útkoman í stærðfræði var heldur lakari en þar var meðaltal skólans 6,1 en landsmeðaltali 6,9.

Við erum nú að rýna í niðurstöður og munum grípa til aðgerða þar sem þess er þörf hjá einstökum nemendum. Við erum einnig að vinna í því að styrkja verulega stærðfræðikennslu í 4. bekk og væntum þess að það skili góðum árangri.

Birt í flokknum Fréttir.