Nemandi í Salaskóla verðlaunahafi í teiknisamkeppni grunnskólanema

Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja nú fyrir og var Embla Dröfn Hákonardóttir, nemandi í 4. bekk,  ein af vinningshöfum.

Öllum nemendum 4. bekkjar var boðið að taka þátt en þessi skemmtilega teiknisamkeppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda, kennara og skólastjórnenda í áraraðir og eru allir sem hlut eiga að máli sammála um að keppnin sé bæði góð hvatning fyrir nemendur og skemmtileg leið til að brjóta upp hefðbundið skólastarf.

Myndin sem Embla teiknaði er ein þeirra 10 mynda sem hlaut viðurkenningu í ár, en hún var í hópi þeirra rúmlega 1.200 mynda sem bárust í keppnina.VerðlaunamyndinBekkjarsjóður Emblu mun hljóta 40.000 kr. verðlaunafé frá Mjólkursamsölunni sem bekkurinn getur nýtt í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði og samvinnu við umsjónakennara sinn og/eða skólastjórnendur.

Við óskum Emblu Dröfn innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Vinningshafinn og stoltir bekkjarfélagar

 

Birt í flokknum Fréttir.