Klukkustund kóðunar 2020

Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan verður haldin dagana 7.-13. desember um heim allan. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir milljarð þátttakenda í yfir 180 löndum.

Búið er að skrá Salaskóla til þátttöku og stefnt er að því að sem flestir nemendur taki þátt í skólanum. Nemendum er frjálst að taka þátt einnig í forritunarvikunni heima og hvetjum við áhugasama til þess að kóða sem mest en mjög margt er í boði.

Birt í flokknum Fréttir.