Jólafréttir frá Salaskóla

Lúsían

Í Salaskóla hefur verið hefð að vera með Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Barnahópur klæðist í hvíta kirtla og gengur syngjandi með kertaljós um ganga skólans. Stundum hafa um 80 börn tekið þátt. Í aðalhlutverki hafa þá verið 4. bekkingar og Lúsían hefur verið valin úr 7. bekk. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi.

Í ljósi aðstæðna breyttum við hefðinni í ár og 4. bekkur sá alfarið um sönginn, búningana og kertin. Þetta er eitt lag sem er sungið nokkrum sinnum. Söngnum var streymt þannig að allir í skólanum gátu fengið dagskránna á skjá í stofunni sinni og einnig foreldrar að þessu sinni. Falleg og friðsæl stund í morgunsárið.

Hér má sjá myndbandið

Jólaþorp og hurðir

Það er einnig hefð hér í Salaskóla að 7.bekkur búi til og setji upp jólaþorp í skólanum. Þetta gera nemendurnir í samstarfi við smiðjukennara skólans. Í ár skreyttu umsjónakennarar með nemendum sínum hurðir af skólastofunum sínum. Ólafur Orri, nemendi í skólanum tók myndirnar af hurðunum fyrir vefsíðu Salaskóla svo að aðrir nemendur í skólanum geti notið – þar sem í ljósi aðstæðna má ekki labba um skólann.

Hér má sjá myndir

Birt í flokknum Fréttir.