skak.jpg.png

Keppst við í skákinni

skak.jpg.pngFjórir nemendur úr Salaskóla unnu sér inn rétt til að tefla á landsmóti í skólaskák sem fram fer dagana 24.- 27. apríl á Bolungarvík. Það eru þeir Birkir Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Lee í yngri flokki en í þeim eldri eru þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon. Það fréttist rétt í þessu að Patrekur er efstur í sínum flokki eftir 4 umferðir. Hægt er að fylgjast með stöðunni og gengi okkar fólks  á skak.is eða á síðu Taflfélags Bolungarvíkur. Við óskum þeim góðs gengis áfram  í taflmennskunni. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .