Kaffihúsafundur fyrir alla foreldra

Miðvikudaginn 13. apríl efnir skólaráð Salaskóla til kaffihúsafundar með foreldrum í Salaskóla. Fundurinn er liður í 10 ára afmælishaldi skólans og markmiðið er að kalla fram sem flestar hugmyndir foreldra um það sem vel er gert og jafnframt hvernig foreldrar vilja sjá skólann þróast. Skólaráðið hvetur alla foreldra til að mæta, sitja með öðrum foreldrum í hverfinu og hafa áhrif á mótun skólans. Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til 18:30.

Birt í flokknum Fréttir.