Kaffihúsafundur foreldra 13. apríl

Miðvikudaginn 13. apríl ætlar skólaráð Salaskóla að standa fyrir kaffihúsafundi með foreldrum kl. 17:00 – 18:30. Fundurinn er haldinn í tilefni að 10 ára afmæli skólans og markmiðið er að fá viðhorf foreldra til skólastarfsins, þess sem vel er gert og þess sem má bæta. Við hvetjum alla foreldra til að koma og hafa áhrif á starfsemi skólans. Boðið verður upp á hressingu og skemmtilegan félagsskap þessa stund.

Birt í flokknum Fréttir.