Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2017-2018

Innritun 6 ára barna (fædd 2011) fer nú alfarið fram í gegnum
íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is
Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2017 og stendur hún til
8. mars.
Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli
skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr
einkaskólum.
Haustið 2017 munu skólar hefjast með skólasetningardegi
þriðjudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun
munu birtast á heimasíðum skólanna.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um
heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum
annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á
íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir
nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir
að þeir verði þar næsta vetur.

Birt í flokknum Fréttir.