Þá er formlega búið að slíta Salaskóla þetta skólaárið og allir farnir sælir og glaðir út í sumarfríið. Við þökkum ykkur fyrir viðburðarríkt og skemmtilegt skólaár og hlökkum til að sjá ykkur í haust.
Rétt í þessu fór fram útskrift 10.bekkinga, hátíðleg en um leið gleðileg athöfn. Flutt voru ávörp og nemendurnir sjálfir sáu um tónlistaratriðin. Við eigum eftir að sakna þessara krakka og óskum þeim innilega til hamingju og góðs gengis í framtíðinni.
10. bekkingar verða útskrifaðir föstudaginn 3. júní kl. 11:00 í Lindakirkju. Foreldrar hafa fengið upplýsingar um útskriftina í tölvupósti. Þriðjudaginn 7. júní 2022 eru skólaslit í Salaskóla. Tímasetningar eru sem hér segir. 1.-4. bekkur: kl. 8:30 Mæting í skóla í stofu hjá umsjónarkennara. kl. 9:00 …
Nokkrum starfsmönnum Salaskóla var boðið til athafnar hjá Heimili og skóla við lok síðustu viku. Tilefnið var tilnefning til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2022 í flokknum „dugnaðarforkar“. Í umsögn með tilnefningunni kom fram að þær Guðlaug Björg Eiríksdóttir þroskaþjálfi og Gígja Jónsdóttir, með stuðningi frá …
Salaskóla hlotnaðist í gær sá heiður að fá Kópinn 2022, sem viðurkenningu fyrir verkefnið „Sköpun og tækni“. Kópurinn er viðurkenning Menntaráðs Kópavogsbæjar og er veitt árlega fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf. Við getum verið mjög stolt af því að þetta skólaár voru fjögur verkefni í …