grnn_dagur_024.jpg

Grænn og vænn dagur

grnn_dagur_024.jpgÞegar litið var yfir skólann í dag var eins græn slikja lægi yfir honum enda svokallaður grænn dagur. Nemendur og starfsfólk minntu á það með grænum lit í fötum sínum eða skarti. Dagurinn gekk mjög vel, allir bekkir fóru út á skólalóðina og týndu rusl í poka. Ætti skólalóð og næsta umhverfi að vera mun snyrtilegra núna. Gaman er að geta þess að samvinnuskólar okkar í Comeniusarverkefninu  voru að vinna að sama verkefni í  sínum heimalöndum. Við fengum góðar kveðjur frá vinum okkar í Finnlandi.

grnn_dagur_026.jpgTilgangurinn er að vekja athygli á hversu mikilvægt er að hlúa að umhverfi sínu. Þegar allir leggjast á eitt næst árangur. Nemendur stóðu sig mjög vel og í verðlaun fyrir þátttöku fengu þau frostpinna í hádeginu sem að sjálfsögðu var grænn á litinn.    grnn_dagur_030.jpg

Birt í flokknum Fréttir.