Góðan daginn!
Velkomin á Fréttamiðilinn GREINDARLEGAR FRÉTTIR. Aðalmarkmið fréttamiðilsins er að flytja ykkur fréttir af hinum stórkostlegu fjölgreindaleikum sem hófust í morgun, fimmtudaginn 6. október, í SALAKÓLA. Stína – Lína, fréttasnápurinn alkunni, er á sveimi, kíkir í öll horn, hlustar eftir öllu og lætur ekkert fram hjá sér fara. Hún snapar eftir fréttum alls staðar. Hér á síðunni er hægt að kynna sér það sem fram fer.

GREINDARLEGAR FRÉTTIR af fjölgreindaleikum
Birt í flokknum Fréttir og merkt Fjölgreindaleikar.