galdranorn_og_raudhetta

Svartur svanur, gangandi jarðarber …

galdranorn_og_raudhettaUpp úr klukkan 8 í morgun, 6. október, tóku vegfarendur eftir því að ekki var allt eins og venjulega við Salaskóla. Margir vissu ekki hvað á sig stóð veðrið þegar svartur svanur kom keyrandi á bíl og lagði við skólann, flögraði út og tók undurfögur ballettspor að skólanum. Tígri mætti stuttu síðar, frár á fæti, og úr einni bifreiðinni steig síðan Rauðhetta með körfuna sína. Þeim mun undarlegra varð þetta þegar á svæðið mættu líka strokufangi , egypsk kona, Karíus og Baktus, galdranorn, gangandi jarðarber og þannig mætti lengi telja.  Fólk spurði sig hvað er um að vera í Salaskóla í dag?

Birt í flokknum Fréttir.