BINGÓ
Þann 17 febrúar verður starfsfólk Leikskólans Fífusalir með Bingó í sal Salaskóla.Bingóið byrjar kl 17.30 og er áætlað að það standi til 19.00Spjaldið er á 500 krónurMjög veglegir vinningar í boði einnig verður til sölu á vægu verði, pizza & gos/safi.Ágóðinn rennur í námsferð starfsmanna til Boston
Lesa meiraVetrarleyfi 24. og 25. febrúar
Fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. febrúar er vetrarleyfi í grunnskólum Kópavogs. Þessa daga liggur öll starfsemi skólanna niðri. Mánudaginn 28. febrúar er skipulagsdagur í Salaskóla. Kennsla fellur niður en dægradvölin er opin frá kl. 8:00.
Lesa meiraMeistaramót Salaskóla- unglingaflokkur
Föstudaginn 11. febrúar mættu 23 unglingar til leiks og kepptu um að komast á keppnina um meistara meistaranna í Salaskóla. Efstu 12 voru þessir og munu þeir keppa um titilinn skákmeistari Salaskóla 2011 ásamt þeim öflugustu úr yngri flokkunum næst komandi föstudag (18.02.11):
Skólahald með eðlilegum hætti þrátt fyrir veður
Það er bálhvasst í Salahverfi og ugglaust strengir hér og hvar. Við erum mætt í skólann og búin að opna hann. Við hvetjum foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann. Veðrið á að ganga niður með morgninum og höfum umburðarlyndi þó að yngri börnin mæti eitthvað seinna í dag.
Lesa meiraBingóið verður
Bingóið verður þó aðeins blási. Það verður ekki illviðri fyrr en eftir að bingóinu lýkur. Fullt af góðum vinningum bíða þess að komast í hendur á góðum krökkum. Kaffi, gos og góðgæti selt á staðnum.
Lesa meiraÓveður í aðsigi
Spáð er óveðri í kvöld og fram á föstudagsmorgun sunnan- og vestanlands. Vakin er athygli á því að kennsla fellur sjaldan niður í skólanum vegna veðurs en foreldrar ákveða sjálfir hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Nánari upplýsingar: Röskun á skólastarfi vegna veðurs Disruption of school operations due to storms
Lesa meiraBingó fimmtudaginn 10. febrúar
Næsta fimmtudag, 10. febrúar, verður bingó í Salaskóla fyrir nemendur í 1-7. bekk og fjölskyldur þeirra. Fullt af góðum vinningum og spjaldið á 300 kr. Bingóið hefst kl. 17:30 og stendur til 19:00. Það eru nemendur í 10. bekk sem standa fyrir bingóinu og rennur ágóðinn í sjóð vegna útskriftarferðar þeirra.
Lesa meiraBingó fimmtudaginn 10. febrúar
Næsta fimmtudag, 10. febrúar, verður bingó í Salaskóla fyrir nemendur í 1-7. bekk og fjölskyldur þeirra. Fullt af góðum vinningum og spjaldið á 300 kr. Bingóið hefst kl. 17:30 og stendur til 19:00. Það eru nemendur í 10. bekk sem standa fyrir bingóinu og rennur ágóðinn í sjóð vegna útskriftarferðar þeirra.
Lesa meiraHundraðdagahátíðin
Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum. Hundraðdagahátíðin gekk vel þar sem margt var gert sér til skemmtunar t.d. bjuggu allir til kórónu í tilefni dagsins. Ýmislegt góðgæti var á boðstólum sem krakkarnir gerðu góð skil. Skemmtileg tilbreytni í skammdeginu. Myndirnar tala sínu máli.
Lesa meiraMeistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun
Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun föstudaginn 28.01.2011 með keppni krakkana af miðstigi. Keppendur voru alls 34 úr 5 til 7. bekk. Úrslit urðu þessi, efstu 4 í hverjum aldursflokki
5. bekkur
1. Jón Jón Otti Teistur 6 v
2. Jón Arnar Teistur 5 v
3. Tinna Ósk Lundar 5 v
4. Atli Ívar Teistur 4 v
Lesa meira
Foreldraviðtöl á bóndadag
Föstudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum og funda með umsjónarkennara. Farið er yfir námsmat haustannarinnar og lagt á ráðin um vorönnina. Kennarar hafa sent út tíma vegna viðtalanna. Aðrir kennarar eru einnig til viðtals þennan dag. Dægradvölin er opin frá kl. 8:00.
Lesa meiraAthugið reglur vegna óveðurs
Það er hvasst og kalt í dag og við bendum foreldrum á að erfitt getur verið fyrir yngstu börnin að ganga í skólann. Hvetjum foreldra til að fylgja þeim. Almannavarnir hafa sett vinnureglur fyrir skóla vegna óveðurs. Þær má finna með því að smella hér .
Bendum líka á vinnureglur Salaskóla í óveðri:
1. Skóla er aldrei lokað í óveðri nema fyrir tilstilli almannavarnanefndar. Foreldrar verða að geta treyst því að skóli sé opinn hafi almannavarnir eða skólaskrifstofa ekki gefið út sérstaka tilkynningu um annað.
Lesa meira