Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá 21. júní. Opnað aftur  9. ágúst. Hægt er að skrá nýja nemendur í skólann hér á vefnum. Einnig er hægt að koma áríðandi skilaboðum til skólans með því að senda tölvupóst til skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is. Hafið það gott í sumar. Athugið að gátlistar (innkauplistar) yfir það sem nemendur […]

Lesa meira

Bréf frá skólastjóra vegna matar í mötuneyti Salaskóla

Í síðustu viku var þáttur á Stöð 2 þar sem fjallað er um offitu Íslendinga. Þar var minnst á mötuneyti Salaskóla en umsjónarmaður þáttarins hafði komið hér einn daginn og fengið sýnishorn af mat sem hún fór með í greiningu í Matís. Þennan dag var grísasnitsel í matinn og það er skemmst frá því að það kom á daginn að sneiðin innihélt 240 hitaeiningar (kcal) í hundrað grömmum, þar af 16-17% kolvetni og 11% fitu. Til samanburðar inniheldur hreint kjöt á milli 110-140 hitaeiningar í hundrað grömmum, þar af ekkert kolvetni og 3-6% af fitu. Þess ber að geta að utan um snitselið er brauðrasp sem inniheldur kolvetni. Í framhaldi af þessu hefur svo spunnist umræða um hollustu máltíða í skólamötuneytum og ályktanir dregnar út frá blessuðu snitselinu. Að því tilefni tel ég rétt að upplýsa ykkur um eftirfarandi.

Lesa meira

Skólanum slitið

10._bekkur_tskrift

Salaskóla var slitið í dag hjá 1. - 9. bekk en þá komu nemendur til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng lög og allir tóku undir skólasönginn "Í Salahverfið mætum við sérhvern skóladag..." áður en umsjónarkennarar gengu til stofu með bekkinn sinn til að afhenda einkunnirnar. Margir foreldrar fylgdu krökkunum sínum á skólaslitin í dag. Krakkarnir hlupu svo út í sumarið á eftir, léttir í lund, tilbúnir að takast á við ævintýrin sem bíða handan við hornið í sumarfríinu. 

Í  gærkvöldi var útskrift nemenda í 10. bekk sem fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga fluttu tónlistaratriði og fulltrúar nemenda auk umsjónarkennara í 10. bekk fluttu ávörp. Hver nemandi var kallaður upp á svið þar sem flutt voru vel valin orð um hann og prófskírteini afhent. Að athöfn lokinni buðu foreldrar upp á kaffi og kökur.

Lesa meira

Skemmtileg vorverkefni í upplýsingamennt

Upplýsingamennt á að vera samþætt öllum námsgreinum í skólanum og nýtast bæði kennurum og nemendum í öllu þeirra starfi.  Í upplýsingamennt felst m.a. að geta leitað sér upplýsinga t.d. í bókum eða á vefnum, unnið úr upplýsingunum til að setja fram á aðgengilegan og skemmtilegan hátt fyrir aðra. Allir nemendur í Salaskóla eru að gera […]

Lesa meira

Skólaslitin 2012

Nemendur í 10. bekk verða útskrifaðir miðvikudaginn 6. júní og hefur foreldrum verið sent bréf þar um. Nemendur í 1. – 9. bekk eiga að mæta til skólaslita fimmtudaginn 7. júní og hefur bekkjum verið skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn mætir kl. 10:00 en hinn kl. 10:30. Mæting er í anddyri skólans þar sem umsjónarkennarar taka […]

Lesa meira

Styrkur til SOS Barnaþorpsins afhentur

Krakkarnir í unglingadeild skólans tóku fyrir mannréttindi og SOS Barnaþorpin sem þemaverkefni nú í vor – er lauk formlega með söfnun á opna deginum hér í skólanum. Þar seldu þau kaffi og kökur og höfðu einnig til sölu svokallaðar trönum sem eru pappírsfuglar sem eru brotnir á ákveðinn hátt. Trönurnar voru að sjálfsögðu búnar til hér […]

Lesa meira

Velheppnuð vorhátíð

Vorhátíð Salaskóla heppnaðist afar vel og ekki spillti veðrið fyrir. Hér koma myndir frá hátíðinni sem tala sínu máli.  

Lesa meira

Vorhátíðin er 19. maí

Vorhátið Foreldrafélags Salaskóla er núna á laugardaginn 19. maí. Dagskráin er frábær: LúðrasveitSirkússkóliTöframennSkólahreystiFjöltefli við Helga ÓlafssonSnú-snú keppniVítaspyrnukeppniIngó veðurguð mætir með gítarinnReypitog Grillaðar pylsur og með því í boði Dagskráin getur breyst fyrirvaralaust.Hefst kl. 11 á laugardag og stendur til kl. 14. Allir velkomnir.

Lesa meira

Upptaka í íþróttahúsi

Í vikunni mynduðu allir nemendur Salaskóla kór í lagi með Fjallabræðrum sem er væntanlegt. Fjalalbræður hafa það að markmiði að í viðlagi sé stærsti kór á Íslandi en auk Salaskólanemenda eru fjölmargir aðrir sem koma að söngnum. Upptakan fór fram í íþróttahúsinu í vikunni og hægt er að hlusta á upptökuna hér.

Lesa meira

Við fengum grænfánann í dag

Í dag, 11. maí, fékk Salaskóli grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn inni í skólanum en upphaflega átti hún að fara fram utandyra en rigningin setti strik í reikninginn. Ármann bæjarstjóri kom í heimsókn og ávarpaði krakkana, fulltrúi Landverndar tók síðan við og afhenti grænfánann sem grænfánanefnd skólans tók við […]

Lesa meira

Góð stemning á opnum degi 11. maí

Gríðarlega góð stemning var í skólanum í morgun þegar foreldrar og aðstandendur mættu á opnan dag í skólanum. Nemendur leiddu gesti sína um skólann  til að sýna öll þau fjölmörgu verkefni sem þau höfðu unnið bæði inni í bekk sem í smiðjum. Boðið var upp á samsöng árganga, hljóðfæraleik og sýnd var kvikmynd nemenda um SOS barnaþorpin […]

Lesa meira

Vinabekkir poppa

Vinabekkirnir Maríuerlur, 4. bekkur, og  Súlur, 7. bekkur,  fóru saman í Rjúpnalund í fyrradag.   Varðeldur var tendraður og sykurpúðar hitaðir.  Vígð voru þrjú poppsköft en krakkarnir voru of áköf til að byrja með því ekki var kominn nógu mikill hiti til að poppa.   En í lokatilrauninni small út það besta popp sem viðstaddir höfðu smakkað.   Allir voru glaðir og […]

Lesa meira