Kópurinn – viðurkenningar skólanefndar Kópavogs
Skólanefnd Kópavogs auglýsir hér með eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs. Viðurkenningar verða veittar fyrir 3 – 5 verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun innan skólanna. Með því er átt við nýjungar í skólastarfi eða þróunarverkefni sem fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skólastarfi. Skriflegar tilnefningar […]
Lesa meiraSigurvegarar upplestrarkeppni grunnskólanna
Aníta Daðadóttir hreppti 1. sætið í upplestrarkeppni grunnskólanna í Kópavogi og Björn Breki Steingrímsson 2. sætið. Þau eru bæði nemendur í Salaskóla. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá þeim enda tóku þátt í keppninni 18 bestu upplesarar í 7. bekk í Kópavogi. Til hamingju með þennan frábæra árangur.
Lesa meiraUmbótaáætlun vegna ytra mats
Haustið 2014 gerðu starfsmenn Námsmatsstofnunar úttekt á starfsemi Salaskóla. Þeir þættir sem voru skoðaðir voru stjórnun, nám og kennsla, innra mat og nám nemenda með sérþarfir. Niðurstöður úttektarinnar eru settar fram í skýrslu sem var birt í febrúar 2015 en kynntar starfsfólki í byrjun janúar. Þar eru dregnir fram styrkleikar í starfi skólans og sett fram tækifæri til umbóta.
Lesa meiraUpplýsingar um skíðaferðina kl. 8
Erum að leita upplýsinga um hvort opið er í Bláfjöllum í dag. Vitum það kl. 8 og látum vita hér og á facebook.
Lesa meiraFyrstubekkingar buðu foreldrum í heimsókn
Dagurinn hjá fyrstubekkingum í Salaskóla hófst með foreldrasýningu í salnum. Foreldrar mættu í morgunsárið inn í sal og krakkarnir sungu fyrir þau fjölmörg lög undir stjórn Heiðu og Ragnheiðar tónmenntakennara og síðan fóru þau með langt ljóð um dýrin í Afríku með tilheyrandi söng. Salurinn var einmitt skreyttur með þeirra eigin litríku myndum af […]
Lesa meiraPáskabíngó foreldrafélagsins
Hið geysivinsæla páskabingó foreldrafélagsins verður n.k. þriðjudag, 24. mars, og sem fyrr munum við tvískipta því svona: 1. – 5. bekkur verður frá 17:00 – 19:00 6. – 10. bekkur verður frá 20.00 – 22.00 5. bekkur getur þó valið hvort þau vilja mæta með yngri eða eldri hópnum. Muna að taka reiðufé með […]
Lesa meiraAllir fóru út að skoða sólmyrkvann
Jafnt nemendur, kennarar sem starfsfólk fóru út að skoða sólmyrkvann í morgun eins og nærri má geta.. Margir voru stórhrifnir en nokkrir höfðu á orði að þetta væri nú ekkert merkilegt. Myndir frá skoðun sólmyrkvans í Salaskóla eru hér.
Lesa meiraHönd í hönd í kringum Salaskóla
Um klukkan 11 þennan morguninn fórum við, nemendur og starfsfólk skólans, út og tókumst í hendur og mynduðum keðju í kringum skólann. Þetta átti að vera táknrænt og við gerðum þetta vegna þess að við erum á móti kynþáttamisrétti. Við ætlum þannig að standa saman um margbreytileika í okkar samfélagi. Það er álit okkar […]
Lesa meiraPeðaskákmót í Salaskóla
Fimmtudaginn 12.03.2015 var haldið sérstakt skákmót fyrir byrjendur í skák í Salaskóla.
Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins komnar
Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins voru að berast. Þær eru komnar á heimasíðuna undir skólinn – mat á skólastarfi. Og svo eru hún bara hér: Foreldrakönnun Skólapúlsins 2014-2015, Salaskóli
Lesa meiraLaugafarar
Laugafarar hafa flýtt brottför frá Laugum og leggja af stað kl. 9 á föstudagsmorgun. Sleppa því við vonda veðrið.
Lesa meiraUpplestrarkeppninni frestað vegna veðurs
Upplestrarkeppninni sem átti að vera í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs í dag er frestað vegna veðurs um óákveðinn tíma
Lesa meira