Frábæru lególiðin okkar!

Lególiðin okkar í Salaskóla stóðu sig með miklum sóma í legókeppninni sem fram fór um helgina í Öskju, verkfræðihúsi HÍ. Öll liðin þrjú sýndu frammúrskarandi samvinnu og verkhæfni og komu heim með tvo bikara fyrir gott rannsóknarverkefni og besta skemmtiariði keppninnar. Liðið hans Jóns míns var einnig tilnefnt til að taka þátt í Evrópukeppni FLL í maí 2008 en liðið Ísjakarnir frá Hafnarskóla unnu síðan réttinn til að fara út að þessu sinni. Við óskum lególiðinum þremur innilega til hamingju með góðan árangur.

Birt í flokknum Fréttir.