jlamarkaur 2007 001.jpgweb

Foreldrafélagið

jlamarkaur 2007 001.jpgwebÍ Salaskóla er starfrækt foreldrafélag. Félagar í því eru allir foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Meginmarkmið félagsins er að efla samstarf milli foreldra/forráðamanna nemenda  og skólans og stuðla að velferð nemenda í leik og starfi. Starf foreldrafélagsins byggist á skipulögðu samstarfi foreldra/forráðamanna nemenda í hverjum bekk og skólans.
Stjórn foreldrafélagsins er skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum sem allir eru foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Stjórnin fundar reglulega einu sinni í mánuði og oftar ef ástæða er til. Til stendur að allar fundargerðir verði aðgengilegar á netinu. Ef foreldrar/forráðamenn vilja koma málum á framfæri við stjórnina þá er hægt að hafa samband við stjórnina í gegnum tölvupóst eða símleiðis. Stjórnarskipti eru á aðalfundi sem er haldinn að hausti. 

Bekkjarfulltrúar: Tveir bekkjarfulltrúar koma frá hverjum bekk og er hlutverk þeirra m.a. að halda utan um bekkjarstarf í samráði við kennara og með þátttöku annarra foreldra og mæta á aðalfund foreldrafélagsins. 
Nefndir: Ýmsar nefndir munu starfa á vegum foreldrafélagsins. Þær verða skipaðar af foreldrum/forráðamönnum nemenda.
Foreldrafélagið er með facebooksíðu og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með henni. 

Birt í flokknum Fréttir.