Foreldraviðtöl 21. janúar

Fimmtudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í Salaskóla. Opnað hefur verið fyrir skráningu á mentor og sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtölin. Dægradvölin opin allan daginn. Þar sem að stærstur hluti starfsfólks er í hlutastarfi eftir hádegi er mjög mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ef þeir ætla að nota dægradvölina þennan dag. Það þarf að skrá í síðasta lagi þriðjudaginn 19. janúar. Við þurfum að gera heilmiklar ráðstafanir til að hafa nógu marga starfsmenn, enda þarf að semja við fólk um aukna vinnu og sumir eiga erfitt með að bæta við sig vegna t.d. náms. Þetta er langur dagur fyrir litlu krakkana og þeir sem eiga möguleika á að stytta hann eitthvað eru bara að gera börnunum gott. Þess ber að geta að ekki er rukkað sérstaklega fyrir auka vistunartíma á dögum sem þessum. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .