Í unglingadeildinni hófst dagurinn á hörkufjörugri körfuboltakeppni ens og hefð er fyrir rétt fyrir jólafrí. Bekkirnir keppa innbyrðis sín á milli og einnig var allsterkt kennaralið sem tók þátt í leiknum. Í þessari körfuboltakeppni er keppt um svokallaðan Óttarsbikar sem gerður var til að heiðra minningu Óttars húsvarðar. Ákaft var miðað á körfuna og boltinn skoppaði oft á brúninni án þess að fara niður en ekki vantaði kappið í leikmennina. Eftir marga allharða leiki fóru leikar þannig að tíundubekkingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Á jólaballi unglingadeidlar í kvöld verður bikarinn afhentur.