Ekki dót að heiman í skólann

Svolítið hefur borið á því að nemendur í 1. og 2. bekk koma með leikföng að heiman með sér í skólann. Þetta veldur talsverðum truflunum og vandræðum í kennslustundum og því biðjum við foreldra um að fylgjast með því að börnin séu ekki að stinga dóti ofan í skólatöskuna. Einstaka sinnum eru dótadagar og þá mega börnin koma með leikföng, en kennarar tilkynna það sérstaklega. Þeir eru hugsaðir sem umbun fyrir vel unnin störf og dugnað.

Birt í flokknum Fréttir.