Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 16. júní. Opnar aftur mánudaginn 8. ágúst.

 

myndasafn

Nýtt efni í myndasafninu

myndasafnVekjum athygli á að inni á myndasafni skólans er mikið af nýjum myndaalbúmum sem sýna vetrarstarfið í bekkjunum, vorferðir, útskrift  o. fl. Góða skemmtun!

Skólaslit og vorhátíð

Salaskóla verður slitið mánudaginn 6. júní kl. 13:00. Nemendur mæta í sínar kennslustofur og ganga þaðan í hátíðarsal skólans, Klettagjá, þar sem skólanum verður slitið. Að loknum skólaslitum hefst vorhátíð foreldrafélagsins og þar verður mikið húllumhæ og boðið upp á grillaðar pylsur að venju. Nemendur eiga ekki að mæta í skólann fyrr en kl. 13:00 þennan dag, en dægradvölin er opin frá kl. 8:00 og fram að skólaslitum.

Útskrift 10. bekkinga

Útskrift nemenda í 10. bekk í Salaskóla fer fram við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga flytja tónlistaratriði og fulltrúar nemenda flytja ávörp. Að lokinni athöfn bjóða foreldrar upp á kaffi og kökur.

Foreldrar mæta með nemendum og afar og ömmur eru einnig velkomin.

Rakettursm

Hviss og búmmm….

Rakettursm
Krakkarnir í 9 og 10 bekk hönnuðu þurrísrakettur í eðlisfræðitíma hjá Tómasi í dag og skutu þeim upp í  himininn. Hæstu geimskotin náðu um 10 metrum upp frá jörðinni og tókst því að yfirvinna þyngdarafl jarðar í smá stund. Eldsneytið á flaugarnar var venjulegt kranavatn og þurrís. Myndir frá þessum atburði er að finna í myndasafni skólans.