
Á hverju ári fer 5. bekkur í kertagerð í smiðjum auk tilfallandi kertagerðatíma hjá öðrum árgöngum. En til þess að geta endurnýtt kertaafganga, þurfum við hráefni. Við getum notað ÖLL kerti (nema sprittkerti) , bæði heil og hálf og smástubba, líka vaxið sem hefur lekið niður á diskinn og kerti í glösum! Endilega sendið okkur kertabúta. Eins og staðan er núna þá vantar okkur mest hvít kerti, en við þiggjum samt alla liti. Við flokkum þá og bræðum niður, skerum í litla kubba og gerum svo kubbakerti, þar sem hvítu vaxi er svo hellt yfir kubbana. Kertin sem við gerum eru ýmist sett í mót eða beint í glerkrukkur, svo við söfnum einnig litlum glerkrukkum, til dæmis undan sultu eða barnamat.
Kveðja Steinunn og Agnes smiðjukennarar.






Miðvikudagurinn 2. október rann upp, mildur en dálítið blautur. Krakkar og kennarar Salaskóla drifu sig á fætur og fóru að búa sig í skólann. En það var eitthvað öðruvísi við þennan dag en aðra daga. Krakkarnir voru að vísu mættir á réttum tíma með bros á vör og mjög eðlilegir á að líta. En það leit ekki út fyrir að einhverjir kennarar væru í skólanum. Hvað varð um kennara Salaskóla? Mættu þeir aldrei í skólann? Það var enginn þeirra sjáanlegur en þess í stað fylltist kennarastofan kl. 8 af afar sérkennilegu fólki (jafnvel ófrýnilegu) og inn á milli voru alls kyns dýr. Óó…. þetta leit ekki vel út. Hvernig átti t.d. tígri að kenna íþróttir, Mexíkani íslensku og belja stærðfræði. Hver vill t.d. láta vampýru kenna sér náttúrufræði? Nei, nei… hvað er að sjá! Þarna situr 







