lesadagur

9. sept. – skemmtilegur dagur

lesadagur
Síðastliðinn föstudag var gríðarlega góð þátttaka í Göngum saman átakinu sem við sögðum frá fyrir helgi hér á heimasíðunni. Sumir nemendur voru afar duglegir og gengu mjög langa leið í skólann sem var mikill dugnaður svona í morgunsárið. Þegar komið var í skólann voru verkefni einkum tengd lestri því verið var að halda upp á Dag læsis. Vinabekkir hittust og gaman var að sjá hvernig stórir og smáir sameinuðust í lestrinum. Þau eldri lásu gjarnan fyrir þau yngri, krakkarnir skrifuðu saman sögur og margir sökktu sér djúpt niður í lesturinn. Alls staðar var lesið, undir borðum, upp á borðum, undir stigum, saman við borð, í krókum, í fataklefum og gjarnan var vasaljós notað við lesturinn. Nemendur mættu í náttfötum í skólann þennan dag sem setti notalegan blæ á daginn og gerði lesturinn einhvern veginn svo „kósí“. Skoðið myndir frá þessum skemmtilega degi.   

Birt í flokknum Fréttir og merkt .