Á síðasta ári vann Salaskóli að þróunarverkefni um notkun spjaldtölva í skólastarfi. Sett hefur verið fram ítarleg skýrsla um verkefnið og hana er hægt að lesa hér –
Category Archives: Fréttir
Innritun í Salaskóla fyrir skólaárið 2014-2015

Innritun 6 ára barna (fædd 2008) fer fram í Salaskóla mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2014 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólans er nær dregur.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast grunnskóladeild menntasviðs rafrænt á eyðublaði í íbúagátt sem er á heimasíðunni www.kopavogur.is. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.
Úrslitin úr meistaramótinu 2014

Meistaramóti Salaskóla er lokið en úrslitin réðust föstudaginn 14. febrúar þegar allir þeir sterkustu úr hverjum árgangi hittust í keppninni um meistara meistaranna. Keppendur kepptu í þremur undanrásum og að auki kepptu 22 í svokallaðri Peðaskák. Heildarfjöldi þátttakenda var 193 nemendur sem eru ca. 37% af nemendum Salaskóla.
Sigurvegari mótsins varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir.
Meistari unglinga varð einnig Hildur Berglind Jóhannsdóttir.
Meistari miðstigs varð Jason Andri Gíslason.
Meistari yngsta stigs varð Kári Vilberg Atlason.
Mótsstjóri var Tómas Rasmus.
Smellið hér til að sjá heildarúrslit.
Fundur um netnotkun 13. febrúar
Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 – 21:00 bjóðum við foreldrum í 5. – 10. bekk til fundar um netnotkun barna og unglinga. Óli Örn Atlason, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar fer rækilega yfir málin. Hann hefur góða þekkingu á þessum málum og er vel inni í því sem krakkar eru að sýsla á netinu. Hann leitast við að svara spurningum eins og hvað eru þau að gera á netinu og hvernig. Það er mikilvægt fyrir alla foreldra að fá einhverja innsýn í þetta og því biðjum við ykkur öll að gefa ykkur þessa klukkustund þann 13. febrúar. Athugið að þetta er sami fyrirlestur og Óli var með hér í skólanum 23. janúar fyrir 8. – 10. bekkjar foreldra. Nú bjóðum við foreldrum 5. – 7. bekkinga og þeim unglingaforeldrum sem ekki komust um daginn.
Þetta er frábær fyrirlestur sem engin má missa af. Fundurinn verður í salnum í skólanum.
Góðar niðurstöður Salaskóla í PISA
Niðurstöður fyrir Salaskóla í PISA voru að koma í hús. Í lesskilningi er meðaltal skólans 517 en meðaltal Íslands er 483, í læsi í náttúrufræði er meðaltal Salaskóla 522 en Íslandsmeðaltalið er 478 og í stærðfræði er meðaltal skólans 529 en meðaltal Íslands er 493. Sem sagt allsstaðar vel yfir landsmeðaltali. Þá er Salaskóli einnig nokkuð yfir meðaltali skóla í Kópavogi.
Hundraðdagahátíðin í 1.bekk

Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera. Nú rétt fyrir hádegi í dag var búið að koma fyrir skálum með góðgæti á eitt borðið og það var verkefni hvers og eins að telja alls hundrað mola úr skálunum. Krakkarnir voru mjög einbeittir við þetta verkefni og létu ekkert trufla sig enda nákvæmisverk að telja nákvæmlega 100 stykki. Ýmiss önnur verkefni voru í gangi t.d. bjuggu allir sér til hundraðdagakórónu. Eftir pylsuveislu í hádeginu var svo sleginn botninn í veisluna með því að horfa á kvikmynd saman og borða nammið úr pokanum sínum. Skemmtileg hefð í Salaskóla sem hefur viðgengist nokkuð lengi. Myndir.
Foreldradagur 28. janúar

Á morgun, þríðjudaginn 28. janúar, er foreldradagur hér í Salaskóla þá koma nemendur með foreldrum sínum í skólann til að hitta umsjónarkennarann sinn og fá vitnisburð fyrir þá önn sem nú er liðin. Farið er yfir stöðu nemenda í náminu og horft til næstu annar. Í slíku viðtali setja nemendur sér gjarnan markmið fyrir námið fram að vori í samráði við kennarann og foreldra sína. Sú nýjung var tekin upp nú að foreldrar gátu pantað sér viðtalstíma á Mentor hjá umsjónarkennara barna sinna. Virðist sú tilhögun hafa mælst vel fyrir hjá foreldrum.
Foreldrum boðið í morgunkaffi
Í allmörg ár hafa stjórnendur Salaskóla haft þann ágæta sið að bjóða öllum foreldrum í morgunkaffi einu sinni á hverju skólaári. Að þessu sinni byrjum við í næstu viku en breytum nú aðeins út frá venjunni því nú eiga allir foreldrar í hverjum árgangi að mæta á sama tíma. Við byrjum alltaf kl. 8:10 í salnum okkar, spjöllum svolítið saman yfir kaffibolla og kíkjum svo á bekkina. Gerum ráð fyrir að allt sé búið kl. 9.00. Foreldrar eru beðnir um að fylla út eyðublað þar sem þeir eiga að skrifa 2-3 atriði sem þeir eru ánægðir með í starfi skólans og 2-3 atriði sem þeir telja að megi gera betur eða ábendingar um eitthvað sem þeir vilja sjá í skólastarfinu. Eyðublaðið verður sent heim með fundarboði og foreldrar geta því fyllt það út heima og skilað svo á fundinum. Við hvetjum alla til að mæta, bæði pabba og mömmur.
Fyrsti fundurinn verður 14. janúar og þá eiga foreldrar 1. bekkinga að mæta. Fundirnir verða annars sem hér segir:
15. janúar – 2. bekkur
16. janúar – 4. bekkur
17. janúar – 3. bekkur
22. janúar – 5. bekkur
30. janúar – 8. bekkur
31. janúar – 7. bekkur
4. febrúar – 9. bekkur
5. febrúar – 10. bekkur
6. febrúar – 6. bekkur



