oskudagur

Öskudagsgleði í Salaskóla

oskudagur
Í tilefni öskudagsins mættu nemendur í grímubúningum í skólann í morgun. Á göngum skólans mátti  sjá gangandi legókubb, drauga, svífandi sjónvarp, ófrýnilegar nornir, stælgæja svo eitthvað sé nefnt. Allt setti þetta mikinn svip á skólann okkar í dag. Margt var í gangi og fóru skrautlegir nemendurnir á milli stöðva til að leysa hinar ýmsu þrautir og verkefni.

Nemendur á yngsta stigi og miðstigi gátu t.d. spilað, unnið í ipödum, teiknað, byggt legófarartæki, útbúið kókoskúlur, dansað og tekið þátt í ratleik. Unglingarnir okkar í 8. og 9. bekk fóru í bæjarferð á leiksýningu en tíundubekkingar aðstoðuðu yngri nemendur við andlitsmálun og fleira í þeim dúr. Öskudagsgleðinni lauk síðan með pylsuveislu í hádeginu og allir nemendur fengu nammipoka í boði foreldrafélagsins eftir matinn. Hér má sjá myndir af skrautlegum nemendum.   

Birt í flokknum Fréttir.