Bebras

Í ár var Salaskóli með flesta þátttakendur af þeim skólum sem tóku þátt á Íslandi, annað árið í röð 🎉 Alls tóku 355 nemendur í 3.-10.bekk þátt, sem er mjög vel gert og vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkunum🙏 Ekki nóg með það heldur var nemandi í 3. og 8.bekk í Salaskóla með hæsta skor á landsvísu í sínu erfiðleikastigi sem er frábær árangur 👏👏👏

Hér má sjá sigurvegarana í 8.bekk en Óðinn var í fyrsta sæti og með hæsta skor á landsvísu í sínum flokki með 123 stig.

(Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum)

Birt í flokknum Fréttir.