Afmælishátíð Salaskóla

20 ára afmæli Salaskóla var haldið hátíðlega í dag. Dagskráin hefur breyst mikið upp á síðkastið vegna smithættu og var hún að mestu hólfaskipt. 

Skipulagið hefur verið í höndunum á 10.bekk. Þau meðal annars hafa unnið hörðum höndum að því að setja upp Salaskóli got talent fyrir miðstigið, sem var streymt beint inn í allar stofur. Þau lögðu blóð, svita og tár í þetta og erum við að springa úr stolti. Einnig var sett upp ljósmyndasýning – tímaás með myndum frá þessum 20 árum, sem var einnig í höndum nemenda. 

Til hamingju allir nemendur, kennarar, foreldrar og starfsfólk með daginn. Það er fólkið sem gerir skólann eins flottann og hann er !

Myndbandið frá hæfileikakeppninni verður deilt eins fljótt og hægt er en endilega njótið þess að horfa á þetta tónlistarmyndband sem Ólafur Orri, nemandi í 10.bekk gerði í tilefni afmæli skólans. 

Birt í flokknum Fréttir.