Bebras tölvuáskorun 2022

Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum. Þetta er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og var hún keyrð í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og er Ský í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi. Salaskóli tók að sjálfsögðu þátt í þessu frábæra verkefni í nóvember síðastliðnum líkt og undanfarin ár. 

Niðurstöðurnar úr Bebras tölvuáskoruninni 2022 voru kynntar fyrir nemendum í gær og í dag. Þriðja árið í röð var Salaskóli með flesta þátttakendur af þeim skólum sem tóku þátt á Íslandi sem og allir árgangar voru yfir meðaltali í stigaskori bæði yfir höfuðborgarsvæðið sem og á landsvísu, frábær árangur það.

Alls tóku 352 nemendur í 3. – 9. bekk þátt sem er virkilega vel gert og þökkum við öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum kærlega fyrir.

 

Birt í flokknum Fréttir.