Alþjóðlegi Downs-dagurinn í dag

Í dag, 21. mars, er alþjóðlegi Downs-dagurinn. Dagsetningin 21. mars er valin vegna þess að það eru þrjú eintök af litningi 21. Þema dagsins er að þessu sinni „Enginn skilinn eftir“. Í Salaskóla höldum við upp á þennan dag og fögnum fjölbreytileikanum. Við erum stolt því að í okkar góða og litríka nemendahópi eru að sjálfsögðu börn með Downs-heilkennið. Nemendur og starfsfólk mætti í ósamstæðum sokkum og nemendur fengu fræðslu um Downs. Frábær dagur í Salaskóla.

Birt í flokknum Fréttir.