Áríðandi fundur fyrir foreldra í Salaskóla í dag

Að gefnu tilefni boða stjórn Foreldrafélags Salaskóla og skólastjórnendur til fundar í sal skólans þriðjudaginn 24. október kl. 17:30 – 18:30. Tilgangur fundarins er að upplýsa uppákomur sem orðið hafa við Hörðuvallaskóla á kvöldin, hópamyndanir m.a. með þátttöku barna úr Salaskóla. Einnig munum við ræða hvernig megi bregðast við eignaspjöllum og þjófnaði sem hefur átt sér stað í hverfinu undanfarið. Mætum og látum okkur málið varða.

Þar sem búast má við mikilli fundarsókn er skynsamlegt að þeir sem geta komi fótgangandi til fundarins því hörgull kann að verða á bílastæðum.

Birt í flokknum Fréttir.