16. febrúar í unglingadeild

Þriðjudaginn 16. febrúar verður útivistar– og skíðadagur hjá 8. – 10. bekk. Það hafa ekki allir áhuga á að taka þátt í þessu og þeir sem ekki ætla að fara mæta í skólann og vinna undir stjórn kennara. Þeir eiga að mæta kl. 9:00 í skólann og geta því sofið aðeins út 🙂

Við munum leggja af stað klukkan 9:15 frá skólanum og skíðum til klukkan 14:30 og lagt af stað klukkan 15:00. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða. Við höfum aðstöðu í Bláfjallaskála og þar er hægt að borða nestið sitt og svona. Nemendur koma með nesti sjálf, bæði eitthvað að bíta í og drykki. Ekki er hægt að kaupa neitt á staðnum. 

Lyftukortin kosta  930 krónur, leiga á skíðum og bretti er 2.460 krónur. Hafa þetta í reiðufé takk. Nánari upplýsingar um leiguna og fleira var send foreldrum í tölvupósti. 

Það er fín veðurspá fyrir morgundaginn en alltaf getur farið svo að ekki verði opið. Við látum vita á milli kl. 8.00 og 8:30 hvort farið verði eða ekki. Verði ekki farið þá er bara skóli frá kl. 9:00.

Bestu kveðjur – skólastjóri

Birt í flokknum Fréttir.