Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum. Hundraðdagahátíðin gekk vel þar sem margt var gert sér til skemmtunar t.d. bjuggu allir til kórónu í tilefni dagsins. Ýmislegt góðgæti var á boðstólum sem krakkarnir gerðu góð skil. Skemmtileg tilbreytni í skammdeginu. Myndirnar tala sínu máli.