Í Salaskóla er unnið markvisst að þróun og endurbótum á námi og kennslu. Þróunarstarfið er unnið út frá stefnu skólans, grunnskólalögum og markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Sérstaklega er unnið að því að koma æ betur til móts við þarfir, áhuga og getu sérhvers einstaklings og stuðlað að vellíðan og góðum árangri nemenda.