Nú hafa foreldrar fengið senda könnun á viðhorfum foreldra til skólans. Um netkönnun er að ræða og skiptist hún niður á yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við biðjum foreldra um að svara sem fyrst en möguleiki er að svara til og með sunnudagsins 16. maí. Könnunin er nafnlaus og ekki hægt að rekja svörin. Forritið mun af og til senda þeim sem ekki hafa svarað áminningu.
Viðhorfakönnunin er gerð á hverju vori og hún er mikilvægur þáttur í sjálfsmati skólans.