Úlfar Andri Sölvason nemandi í þröstum kom færandi hendi í skólann í morgun. Hann gaf skólanum glænýtt spil, Vikings, sem er algjörlega íslensk hönnun. Hann sagði að pabbi sinn hefði hannað spilið og það væri mjög skemmtilegt. Hann afhenti skólastjóra spilið að viðstöddum bekkjarfélögum sínum og saman fór allur hópurinn inn bókasafn þar sem spilið verður til útláns. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf.