16. fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á morgun fimmtudag og föstudag 22. og 23. nóvember. Þá er nemendum skipt í ca. 15 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga og hafa ævinlega staðið sig með miklum sóma. Báða daga eiga nemendur að mæta kl. 8:10 hjá sínum kennara en fara þaðan í hópinn sinn.
Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann, brauð eða ávöxt, og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Athugið að ekki eru ávextir í skólanum þessa daga. Við útvegum svala fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn hjá öllum um hálftvö.
Ekki er sund eða valgreinar þessa daga – bara fjölgreindaleikarnir. Dægradvölin er opin eins og venjulega.
Þess má geta að fjölgreindaleikar eru hugmynd sem varð til í Salaskóla og hefur verið tekin upp í mörgum öðrum skólum á Íslandi og jafnvel í útlöndum. Í fyrra gerðum við heimildamynd um fjölgreindaleikana og við hvetjum ykkur til að skoða það Slóðin á það er hér https://www.youtube.com/watch?v=KXdKrl-boZA&t=10s